Fréttir


FME: Ráðstafanir til að framfylgja ályktun Öryggisráðsins um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

12.1.2007

Í samræmi við lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (87/1998) hefur FME sent tilkynningu til fjármálafyrirtækja vegna auglýsingar utanríkisráðuneytisins (nr.992/2006), um ráðstafanir til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu nr. 1718 (2006).
Samkvæmt ofangreindri auglýsingu kemur fram að óheimilt sé bæði einstaklingum og lögaðilum að afhenda fjármuni eða annarskonar verðmæti sem þeir hafi í vörslum sínum og eru í eigu eða undir yfirráðum einstaklinga eða aðila sem öryggisráðið eða nefnd á vegum þess, hefur gefið til kynna að séu þátttakendur í eða styðji, kjarnorkuvopnaáætlanir Norður-Kóreu og aðrar áætlanir þess lands sem tengjast öðrum gereyðingarvopnum eða skotflaugum.

Auglýsing utanríkisráðuneytisins

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica