Fréttir


Fjármálaeftirlitið sendir lánastofnunum tilmæli vegna endurútreiknings gengislána

16.4.2013

Fjármálaeftirlitið hefur sent tilmæli til lánastofnana, slitastjórna fjármálafyrirtækja og dótturfélaga þeirra. Tilefnið er endurreikningur, í annað sinn, á lánum tengdum gengi erlendra gjaldmiðla. Lánastofnanir munu að undanförnu hafa sent hluta lántakenda bréf þess efnis að lán þeirra séu lögleg erlend lán. Þau muni því ekki verða endurreiknuð frekar.

Fjármálaeftirlitið beinir því til lánastofnananna að þær sendi lántakendum sem þær telja að séu með lögleg erlend lán bréf þar sem rökstutt er á hvaða forsendum sú niðurstaða sé byggð að lán þeirra séu lögleg. Vill Fjármálaeftirlitið að þar sé vísað til dómafordæma og með hvaða hætti hlutaðeigandi lán heyri undir hlutaðeigandi fordæmi. Fjármálaeftirlitið mælist einnig til þess að í bréfinu komi fram upplýsingar um þau úrræði sem viðskiptavinir geti gripið til vilji þeir una ekki niðurstöðu fyrirtækisins.

Dreifibréf Fjármálaeftirlitsins má sjá hér.
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica