Fréttir


Sömu kröfur eru gerðar um hæfi stjórnarmanna og varamanna í stjórn

20.12.2012

Að gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið taka fram að stjórnarmaður í lífeyrissjóði sem nýlega var vikið frá störfum á grundvelli ákvörðunar stjórnar Fjármálaeftirlitsins, var ekki hættur sem stjórnarmaður. Viðkomandi hafði hætt sem aðalmaður í stjórn, en sat hins vegar áfram sem varamaður.

Þar sem sömu kröfur eru gerðar í lögum um hæfi allra stjórnarmanna lífeyrissjóða, einnig varamanna í stjórn, átti Fjármálaeftirlitið ekki annars úrkosti en að víkja honum, eins og reyndar kemur skýrt fram í fyrri tilkynningum um málið.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica