Fréttir


Fjórða tölublað Fjármála komið út

19.12.2012

Fjórða tölublað, Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu eru fjórar greinar eftir sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins.

Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur í áhættugreiningu, skrifar um íslenska lífeyrissjóði í alþjóðlegum samanburði miðað við árslok 2011, Sigurveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri vettvangsathugana, fjallar um gagnsæistilkynningar Fjármálaeftirlitsins. Þá segir Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur í áhættugreiningu, frá Skuldbindingaskrá sem Fjármálaeftirlitið vinnur nú að uppbyggingu á. Að lokum fjallar svo Helga Rut Eysteinsdóttir, lögfræðingur á eftirlitssviði, um eftirlit Fjármálaeftirlitsins með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Fjármál má nálgast hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica