Fréttir


Nýjar reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja ásamt leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins um framkvæmd reglnanna

14.12.2012

Þann 7. desember sl. voru nýjar reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja nr. 1050/2012 birtar á vef Stjórnartíðinda. Samhliða birtingu reglnanna hefur Fjármálaeftirlitið gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2012 um framkvæmd reglnanna.

Tilmælin eru gefin út til að veita þátttakendum á verðbréfamarkaði almennar leiðbeiningar við einstök ákvæði reglna nr. 1050/2012, til nánari skýringar á þeim lágmarkskröfum sem reglurnar gera um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja. Í tilmælunum eru helstu ákvæði laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 er varða viðfangsefnið reifuð og almennt fjallað um tilgang þeirra reglna sem um efnið gilda.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica