Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila

12.12.2012

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2012 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Í umsagnarferli tilmælanna bárust u.þ.b. 84 athugasemdir frá mismunandi aðilum og var fallist á u.þ.b. 41 þeirra í heild eða að hluta. Í kjölfar yfirferðar athugasemdanna voru uppfærð drög að tilmælunum lögð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins þann 28. nóvember sl. og samþykkt þar sem leiðbeinandi tilmæli um rekstur upplýsingakerfa nr. 1/2012. Tilmælin hafa nú verið birt á heimasíðu FME og má sjá þau hér.

FME þakkar umsagnaraðilum fyrir veittar umsagnir.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica