Fréttir


Nýjar reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna í vátryggingafélögum og fjármálafyrirtækjum

9.11.2012

Þann 1. október síðastliðinn gaf Fjármálaeftirlitið út umræðuskjal vegna breytinga á reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna vátryggingafélaga annars vegar og fjármálafyrirtækja hins vegar.

Umsagnir bárust frá þremur aðilum og voru þær hafðar til hliðsjónar við frágang reglnanna.

Nýjar reglur um ofangreint tóku gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda þann 17. október síðastliðinn. Reglur fyrir framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna vátryggingafélaga hlutu stjórnartíðindanúmerið 886/2012 en samskonar reglur fyrir fjármálafyrirtæki hlutu stjórnartíðindanúmerið 887/2012.

Hinar nýju reglur fela einkum í sér að skerpt er á þeim sjónarmiðum og viðmiðum sem Fjármálaeftirlitið leggur til grundvallar við mat á fjárhagslegu sjálfstæði framkvæmdastjóra og stjórnarmanna viðeigandi fjármálastofnana. Var þetta m.a. gert til þess að bregðast við ákvörðun Persónuverndar sem að þessum þáttum lutu.

Samhliða gerð hinna nýju reglna voru gerðar breytingar á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálastofnana í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði. Nýtt eyðublað vegna þeirrar upplýsingagjafar má finna hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica