Fréttir


Breyting á leiðbeinandi tilmælum um starfsreglur stjórna

22.12.2006

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að gera breytingu á skilgreiningu á vensluðum aðilum sem fram kemur í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2006, um efni starfsreglna stjórna fjármálafyrirtækja. Í breytingunni felst að fyrirtæki sem aðilar sem teljast til 10 stærstu hluthafa í fjármálafyrirtæki, eiga a.m.k. 10% hlut í, starfa hjá eða gegna stjórnarstöðum fyrir, teljast ekki til venslaðra aðila í skilningi tilmælanna og lýtur skýrslugjöf fjármálafyrirtækja og ytri endurskoðanda til Fjármálaeftirlitsins ekki að fyrirgreiðslum til þessara aðila.
Eftir ábendingu og við nánari skoðun, var það mat Fjármálaeftirlitsins að ekki væri þörf á því að fá reglulegar skýrslur um fyrirgreiðslur til þessara aðila. Fjármálaeftirlitið getur hins vegar kallað eftir þeim upplýsingum sérstaklega, verði þess talin þörf og fjármálafyrirtækjum ber engu að síður að gæta armslengdarsjónarmiða við veitingu fyrirgreiðslna til þessara aðila.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica