Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir Straumi fjárfestingabanka hf. auknar starfsheimildir

7.9.2012

Fjármálaeftirlitið veitti Straumi fjárfestingabanka hf. þann 20. ágúst sl. auknar starfsheimildir sem lánafyrirtæki á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Straumur fékk upphaflega starfsleyfi þann 31. ágúst 2011 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Straums var endurútgefið þann 20. ágúst sl. með tilliti til aukinna starfsheimilda, sem felast í eignastýringu samkvæmt c-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.  laga um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Straums tekur nú til starfsheimilda samkvæmt b-lið 1. tölul., 2. tölul. og a-, b-, d-, e-, og f-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Þá taka starfsheimildir Straums til starfsemi samkvæmt 1. tölul. b-, c- og d-lið 2. tölul., 6. tölul., a- til e-lið 7. tölul., 8. tölul., 9. tölul. og 12. tölul. 1. mgr. 20. gr. og a-, b-, c-, e-, f- og g-lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica