Fréttir


FME: Samstarfssamningur við fjármálaeftirlitið á Mön

15.12.2006

Fjármálaeftirlitið undirritaði á mánudaginn samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön (the Isle of Man Financial Supervision Commission). Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES. 

Samningurinn er til komin vegna starfsemi dótturfélaga Kaupthing Singer & Friedlander á Mön, en tekur til almenns samstarfs milli eftirlitanna tveggja.

,,Mön er þekkt fjármálamiðstöð og ég er ánægður með að við skulum vera búin ljúka þessum fyrsta samningi við ríki fyrir utan EES svæðið, miðað við útrás bankanna verður þetta ekki síðasti”, segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME.

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica