Fréttir


Tilkynning: CESR kallar eftir áliti markaðsaðila

10.12.2006

Samtök evrópskra verðbréfaeftirlita (CESR) birti 13. nóvember síðastliðinn skjal sem ber heitið: Call for evidence on the supervisory functioning of the prospectus directive and regulation.
 
Tilskipun Evrópusambandsins 2003/71/EB um lýsingar sem birta skal við almennt útboð verðbréfa eða þegar þau eru tekin til skráningar og um breytingu á tilskipun 2001/34/EB, sem tók gildi 31. desember 2003, var leidd í lög á Íslandi þann 1. janúar 2006 með lögum nr. 31/2005 um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003, með síðari breytingum.
 
Reglugerð 243/2006 um gildistöku reglugerðar framkvæmdarstjórnarinnar nr.809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga tók gildi þann 31. mars 2006.
 
Nú þegar nokkur reynsla er komin á reglurnar vill CESR kanna hvort þær hafa haft tilætluð áhrif. CESR hefur birt Call for evidence í þeim tilgangi að safna gögnum frá markaðsaðilum svo hægt sé að meta áhrifin og koma auga á atriði sem kunna að krefjast frekari aðgerða.
 
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á  heimasíðu CESR.

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica