Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignasparnaðar, sbr. umræðuskjal nr. 4/2012.

29.6.2012

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 4/2012 varðandi drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignasparnaðar.

Tilmælin eru byggð á grunni tilmæla nr. 4/2011 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða og stefnt er að því að samræmdar kröfur séu gerðar til allra vörsluaðila séreignasparnaðar varðandi heildar áhættustýringu (eftirlitskerfi) þeirra.  Jafnframt eru tilmælin viðbót við leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga og leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2002 um innra eftirlit og áhættustýringu hjá fjármálafyrirtækjum.

 Umsagnaraðilar eru vinsamlegast beðnir um að skila umsögnum rafrænt á sérstöku umsagnareyðublaði sem útbúið hefur verið vegna draga þessara að leiðbeinandi tilmælum. Umræðuskjalið og umsagnareyðublaðið má nálgast á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins með því að velja „Lög og tilmæli“-flipann á forsíðu og velja svo flokkinn „Umræðuskjöl“. Umsagnareyðublaðið skal sent á netfangið fme@fme.is.

 Þess er óskað að umsagnir berist við fyrsta hentugleika, þó eigi síðar en 10. ágúst nk.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica