Fréttir


Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms í máli Saga Capital gegn Fjármálaeftirlitinu

21.6.2012

Hæstiréttur felldi hinn 14. júní síðastliðinn dóm í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitið hafði afturkallað starfsleyfi Saga Capital en í kjölfarið var Saga Capital tekið til slita með úrskurði héraðsdóms. Saga Capital kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar en niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta hinn kærða úrskurð með vísan til þeirrar meginreglu að málskot til dómstóla fresti ekki réttaráhrifum stjórnvaldsákvörðunar.

Dóm Hæstaréttar má lesa hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica