Fréttir


Afturköllun staðfestingar verðbréfasjóðsins Stefnir - Lausafjársjóður

30.4.2012

Með vísan til 9. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 27. apríl 2012, afturkallað staðfestingu verðbréfasjóðsins Stefnir - Lausafjársjóður, sem starfræktur er af Stefni hf., kt. 700996-2479, Borgartúni 19, 105 Reykjavík.

Fjármálaeftirlitinu barst, með bréfi dags. 26. apríl 2012, ákvörðun Stefnis hf. um afsal á staðfestingu verðbréfasjóðsins með vísan til 3. tl. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Verðbréfasjóðurinn Stefnir - Lausafjársjóður fékk staðfestingu Fjármálaeftirlitsins þann 27. janúar 2011 og hefur nú hætt starfsemi. Hefur Fjármálaeftirlitið þegar staðfest nýjan fjárfestingarsjóð í rekstri félagsins undir sama nafni.

Fjármálaeftirlitið.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica