Fréttir


Minnisblað Fjármálaeftirlitsins vegna dóms Hæstaréttar

13.4.2012

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman minnisblað vegna dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar á þessu ári. Þar eru dregnar saman niðurstöður stofnunarinnar um hvaða áhrif dómurinn hefur á bókfært virði gengislána í útlánasöfnum lánastofnana. Voru lánastofnanirnar beðnar um að meta áhrif dómsins út frá fjórum sviðsmyndum þar sem sviðsmynd eitt gekk hvað lengst í túlkun dómsins til hins verra fyrir lánastofnanir og sviðsmynd fjögur skemmst.

Í minnisblaði Fjármálaeftirlitsins er miðað við sviðsmynd tvö sem stofnunin telur í mestu samræmi við forsendur dóms Hæstaréttar. Einungis 10% munur er á milli þeirrar sviðsmyndar sem gengur lengst og þeirrar sem gengur skemmst.


Mat Fjármálaeftirlitsins er að áhrif dóms Hæstaréttar ógni ekki fjármálastöðugleika. Fjármálaeftirlitið áréttar þó að öll óvissa vegna uppgjörs gengislána er slæm fyrir fjármálakerfið og mikilvægt er að henni verði eytt. Mun stofnunin áfram fylgjast náið með framvindu mála.

Minnisblað Fjármálaeftirlitsins vegna dóms Hæstaréttar 15. febrúar 2012 má nálgast hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica