Fréttir


Nýtt skipurit FME

10.12.2006

Starfsemi Fjármálaeftirlitsins skiptist í fjögur verkefnasvið auk stoðþjónustu, samkvæmt nýju skipuriti sem stjórn FME hefur samþykkt og tók gildi þann 5. september. Í samræmi við það hefur forstjóri tilnefnt eftirfarandi einstaklinga sem sviðsstjóra og framselt til þeirra stjórnunarlega ábyrgð á tilteknum verkefnum:

Rúnar Guðmundsson, vátryggingasvið,
Hlynur Jónsson, verðbréfasvið,
Kristín Aðalheiður Birgisdóttir, lífeyris- og verðbréfasjóðasvið,
Guðbjörg Bjarnadóttir og Guðmundur Jónsson, lánasvið.

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir um umrædda breytingu:
“Markmiðið með nýju skipuriti er að auka skilvirkni og viðbragðsflýti eftirlitsins og þar með hæfni til að takast á við  framtíðarverkefni í starfsumhverfi sem er á mikilli hreyfingu og hefur gjörbreyst á síðustu  tveimur árum”. 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica