Fréttir


Frétt: Exista hf.

10.12.2006

Þann 30. ágúst 2006 veitti Fjármálaeftirlitið Exista hf., heimild, til þess að fara með virka eignarhluti í Vátryggingafélagi Íslands hf. (99,9%), Líftryggingafélagi Íslands hf. (100%), Verði Íslandstryggingu hf. (56,6%), Íslenskri endurtryggingu hf. (29,3%) og Lýsingu hf. (100%), í tengslum við kaup félagsins á 80,8% hlut í VÍS eignarhaldsfélagi hf. Framangreind heimild er veitt með vísan til laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi annars vegar og laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki hins vegar.
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica