Fréttir


Frétt: Athugun á yfirtökuskyldu í FL Group hf.

10.12.2006

Fjármálaeftirlitið hefur haft til athugunar hvort yfirtökuskylda hafi stofnast í FL Group hf. í skilningi 37. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti. Athugun eftirlitsins hefur beinst að hugsanlegri yfirtökuskyldu Baugs Group hf., Oddaflugs ehf., Materia Invest ehf. og Icon ehf. (áður Katla Investment S.A.), annars vegar vegna þeirra verulegu breytinga sem urðu á eignarhaldi og stjórn félagsins í júní 2005 og hins vegar í kjölfar hlutafjárútboðs félagsins í nóvember 2005.

Er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins sú að ekki verði séð að um slíkt samstarf á milli framangreindra aðila innan FL Group hf. sé að ræða sem leiði til yfirtökuskyldu í skilningi 37. gr. laganna. Komi fram nýjar upplýsingar í framtíðinni sem breyta forsendum niðurstöðunnar um samstarf aðila er mögulegt að Fjármálaeftirlitið taki málið til athugunar.

Niðurstöðuna í heild sinni má finna hér:  Athugun á yfirtökuskyldu í FL Group hf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica