Fréttir


FME: Innherjalistar verða rafrænir

10.12.2006

Um fjörtíu regluverðir og tölvusérfræðingar frá skráðum félögum og útgefendum hlutabréfa í Kauphöll sóttu námskeið FME um rafvæðingu innherjalista og regluvörslu sem fram fór í húsakynnum FME mánudaginn 27. nóvember. FME hefur á um nokkurt skeið unnið að smíði upplýsingakerfis þar sem öll vinnsla og utanumhald útgefenda á innherjalistum verður á rafrænu formi. Kerfið verður tekið í notkun þann 4. desember  fyrir aðila sem hafa hlutabréf skráð í Kauphöll Íslands og 1. janúar 2007 fyrir aðila með skráð skuldabréf.

Rafvæðing innherjalista er hluti af upplýsingastefnu FME sem miðar að markvissri nýtingu upplýsingatækni í söfnun og úrvinnslu upplýsinga en starfsemi eftirlitsins er dæmigerð þekkingarstarfsemi sem byggir á söfnun og greiningu upplýsinga, en FME tekur við rúmlega 3500 skýrslueintökum af ýmsum toga á ári.

Fjögur fyrirtæki hafa að undanförnu tekið þátt í tilraunaverkefni um rafræn skil á innherjalistum, þ.e. Actavis, Dagsbrún, Kaupþing og Össur. Að sögn Guðmundar Thorlacius, lögfræðings á verðbréfasviði FME, hefur verkefnið gengið vel og markaðsaðilar verið ánægðir með þær nýjungar sem kerfið býður upp á. “Þegar kerfið verður komið í notkun mun það skila sér í tíma- og vinnusparnaði fyrir útgefendur, auk þess sem allt utanumhald um innherjalistana verður mun einfaldara en áður”, segir Guðmundur.


 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica