Fréttir


FME birtir úttektir á regluvörslu Marel hf og P/F Atlantic Petrolium

10.12.2006

Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöll, en það eru Marel hf. annarsvegar og Atlantic Petrolium hinsvegar. Þessar úttektir eru nú birtar á heimasíðu FME.
Megintilgangur slíkra úttekta er fyrirbyggjandi eftirlit og aukinn trúverðugleiki skráðra félaga og könnun á starfsháttum svokallaðra regluvarða hjá slíkum félögum. Þá er einnig lögð áhersla á að fræða félögin um hvernig haga beri innherjaviðskiptum og meðferð innherjaupplýsinga og koma þannig í veg fyrir misnotkun þeirra, en hlutverk regluvarða er að hafa umsjón með því að þessum reglum sé framfylgt af hálfu félagsins.

Úttektirnar eru tvíþættar, annars vegar fræðsla um regluverkið og hins vegar úttekt á því hvernig viðkomandi félag hefur staðið sig og ábendingar um hvað má betur fara.
Birting á niðurstöðum úttektanna er hluti af gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins sem kveður m.a. á um að FME birti upplýsingar einstakra athugana á heimasíðu sinni.
Það er niðurstaða FME að regluvarsla sé í almennt góðu horfi hjá báðum þessum fyrirtækjum, þó svo að bent hafi verið á nokkur atriði sem betur mættu fara.

Nánari upplýsingar veitir:

Íris A. Jóhannsdóttir, lögfræðingur, sími 525 2704, iris@fme.is .

Már Másson, upplýsingafulltrúi, sími 896 1399, mar@fme.is .

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica