Fréttir


Fjármálaeftirlitið birtir upplýsingar um iðgjöld erlendra vátryggingafélaga á Íslandi 2001-2004

7.12.2006

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Evrópska efnahagssvæðinu sem heimild hafa til starfsemi á Íslandi á grundvelli VII. kafla laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum sem fjármálaeftirlit/vátryggingaeftirlit í viðkomandi ríkjum senda Fjármálaeftirlitinu. Tekið skal fram að réttmæti gagnanna er á ábyrgð viðkomandi eftirlita. Meðfylgjandi töflum er ætlað að gefa mynd af umfangi erlendra vátryggingafélaga hér á landi og þar með heildarstærð markaðarins í einstökum greinum.

Fyrri taflan sýnir bókfærð iðgjöld í nokkrum vátryggingagreinum, umreiknað í íslenskar krónur á meðalgengi ársins. Síðari taflan sýnir hversu hátt hlutfallið er af iðgjöldum innlendra vátryggingafélaga í viðkomandi grein.

Fjármálaeftirlitið mun birta sambærilegar upplýsingar fyrir árið 2005 jafnskjótt og öll eftirlit innan EES hafa sent því upplýsingar.

Nánari upplýsingar veita Kristinn Bjarnason og Sigurður Freyr Jónatansson

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica