Fréttir


Umræðuskjöl EIOPA vegna skýrsluskila

15.11.2011

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjölum sem hægt er að nálgast á heimasíðu EIOPA. Um er að ræða umræðuskjal um samræmd skýrsluskil (Quantitative Reporting Templates) á evrópska efnahagssvæðinu og umræðuskjal um opinbera skýrslugjöf og skýrslu til eftirlitsstjórnvalda (Guidelines on Narrative Public Disclosure & Supervisory Reporting, Predefined Events and Processes for Reporting & Disclosure). Umræðuskjölin eru hluti af tillögum EIOPA varðandi nánari útfærslu á Solvency II tilskipuninni. Hagsmunaaðilar geta sent inn athugasemdir við umræðuskjölin til EIOPA á netfangið: cp009@eiopa.europa.eu til 20. janúar 2012.

Hægt er að nálgast skjölin og eyðublöðin fyrir athugasemdir á þessari slóð: https://www.eiopa.europa.eu/browse/consultations-and-surveys_en


Nánari upplýsingar veitir Sigurður Freyr Jónatansson, sími 520 3700.


Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica