Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Íslandsbanka hf. til að fara með virkan eignarhlut í BYR hf.

27.9.2011

Hinn 26. september sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að BYR hf. verði talið dótturfyrirtæki bankans, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitinu hefur einnig borist ósk um samþykki stofnunarinnar á fyrirhuguðum samruna Íslandsbanka hf. og BYR hf. á grundvelli 106. gr. fyrrnefndra laga. Hinn fyrirhugaði samruni er enn til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu og bíður stofnunin frekari gagna frá samrunaaðilum.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica