Fréttir


Fjármálaeftirlitið (FME) birtir upplýsingar um iðgjöld og samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga á Íslandi 2008 - 2009

31.8.2011

FME hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Íslandi árin 2008-2009. Félög þessi hafa höfuðstöðvar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa heimild til starfsemi á Íslandi á grundvelli IX. kafla laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum sem fjármála- og/eða vátryggingaeftirlit í viðkomandi ríkjum sendu FME. Tekið skal fram að réttmæti gagnanna er á ábyrgð viðkomandi eftirlita. Meðfylgjandi töflum er ætlað að gefa mynd af umfangi starfsemi erlendra vátryggingafélaga hér á landi og þar með heildarstærð þeirra á markaði í einstökum greinum. Hafa ber í huga að markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga getur tekið breytingum í takt við sveiflur á gengi íslensku krónunnar.

Taflan hér að neðan sýnir annars vegar bókfærð iðgjöld í nokkrum vátryggingagreinum, umreiknuð í þúsund íslenskar krónur á meðalgengi ársins og hins vegar samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga í öllum iðgjöldum sem greidd eru á Íslandi í viðkomandi vátryggingagrein.

Frett.31.08.2011

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 520-3700 og farsími: 8403861.

1) Samtala skaðatrygginga stemmir ekki við samtölu greina-undirflokka að framan þar sem nokkur ríki gefa upp starfsemi í óskilgreindum greinaflokkum


Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica