Fréttir


Álagspróf á vátryggingamarkaði EES

29.8.2011

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) framkvæmdi álagspróf snemmsumars á vátryggingafélög á öllum vátryggingamörkuðum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Á hverjum markaði voru valin stærstu líftryggingafélögin og skaðatryggingafélögin þannig að þátt tóku vátryggingafélög sem samanlagt höfðu yfir 50% markaðshlutdeild á hvorum markaði fyrir sig.

Stærstu íslensku líf- og skaðatryggingafélögin tóku þátt í álagsprófinu og stóðust þau öll þau áföll sem prófað var fyrir.

Nánari upplýsingar um álagsprófið má sjá í fréttatilkynningu og kynningarefni EIOPA frá 4. júlí sl. á meðfylgjandi slóð:  https://www.eiopa.europa.eu/newsroom/news-press_en

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica