Fréttir


Jólastyrkur

18.12.2014

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að senda ekki rafrænt jólakort í ár. Í staðinn mun stofnunin veita Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra örlítinn stuðning núna þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð.

Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins senda eftirlitsskyldum aðilum, samstarfsaðilum og öðrum sem þeir hafa átt samskipti við á árinu bestu jólakveðjur.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica