Fréttir


Gagnaskilakerfi FME verður lokað tímabundið frá kl. 15:00 þriðjudaginn 16. apríl

15.4.2019

Fjármálaeftirlitið vinnur að uppfærslu á gagnaskilakerfi sínu og verður endurbætt útgáfa sett í rekstur í lok dags þriðjudaginn 16. apríl 2019. Gert er ráð fyrir að uppfærslan auki afkastagetu kerfisins, stytti biðraðir og bæti upplifun notenda.

Af þessum sökum verður gagnaskilakerfið lokað frá kl.15:00 þriðjudaginn 16. apríl, en kerfið verður aðgengilegt aftur í síðasta lagi kl. 8:00 miðvikudaginn 17. apríl.

Vinsamlegast hafið samband á netfangið hjalp@fme.is ef upp koma spurningar vegna þessa.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica