Fréttir


Fyrirtæki frá Hong Kong býður þjónustu án leyfis

28.5.2019

Fjármálaeftirlitinu hefur borist ábending um að fulltrúar félagsins Midway Management, sem gefur sig út fyrir að bjóða upp á ýmiss konar fjárfestingarþjónustu í Hong Kong, hafi að undanförnu sett sig í samband við Íslendinga í þeim tilgangi að selja bandarísk hlutabréf. Fjármálaeftirlitið vekur sérstaka athygli á því að félagið hefur ekki leyfi til að bjóða upp á þessa þjónustu hér á landi.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica