Fréttir


Fjölbreytt efni í nýjum Fjármálum

18.11.2015

Nýtt eintak Fjármála , vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu, fjallar þar um áhrif nýrra líftaflna á skuldbindingar lífeyrissjóða. Hildur Jana Júlíusdóttir, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins skrifar um nýlegar breytingar á stjórnvaldssektarheimildum Fjármálaeftirlitsins og Sigurður Freyr Jónatansson forstöðumaður á greiningarsviði um breytingar sem eru framundan á löggjöf um vátryggingamarkað. Enn fremur er í blaðinu umfjöllun Ragnheiðar Morgan, lögfræðings á eftirlitssviði um samskipti Fjármálaeftirlitsins við ytri endurskoðendur eftirlitsskyldra aðila sem jafnframt eru einingar tengdar almannahagsmunum. Þá skrifar Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur í áhættugreiningu grein um Basel II og eiginfjárþörf banka á Íslandi.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica