Fréttir


Fjármálaeftirlitið skráir Skiptimynt ehf. sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla

3.9.2018

Fjármálaeftirlitið skráði Skiptimynt ehf., kt. 481014-0500, Engjateigi 3, 105 Reykjavík, sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla hinn 31. ágúst 2018, skv. 25. gr. a laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 4. gr. laga nr. 91/2018  og reglur nr. 670/2018.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að aðrir aðilar hafa ekki verið skráðir sem þjónustuveitendur viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla. Meðal þeirra sem teljast til slíkra þjónustuveitenda eru þeir sem bjóða upp á að skipta reiðufé í sýndarfé.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica