Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur metið Monerium ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Monerium EMI ehf.

8.7.2019

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Monerium ehf., sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Monerium EMI ehf. sem fari yfir 50%, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 17/2013 um útgáfu og meðferð rafeyris, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að hluthafar Monerium ehf., Crowberry I slhf., Crowberry Capital GP, Gísli Kristjánsson, Hjörtur Hjartarson, Appvise ehf., Jón Helgi Egilsson og Sveinn Valfells, séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Monerium EMI ehf., með óbeinni hlutdeild. 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica