Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur metið BLM Investment ehf. og tengda aðila hæfa til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Lýsingu hf.

27.1.2017

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 27. janúar komist að þeirri niðurstöðu að BLM Investment ehf., kt. 460813-1820, sé hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf. sem nemur allt að 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, í gegnum eignarhald sitt í móðurfélagi Lýsingar hf, Klakka ehf. Auk þess hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að móðurfélag BLM Investment ehf., Burlington Loan Management DAC. auk tengdra aðila, Deutsche International Finance (Ireland) Limited, Walkers Global Shareholding Services Limited og Davidson Kempner Capital Management LP, séu hæf til að fara með allt að 100% virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica