Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út reglur um tæknilega staðla vegna CRD IV löggjafarinnar

13.6.2017

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út fimm reglur um tæknilega staðla vegna CRD IV löggjafarinnar. Reglurnar byggja á ákvæðum CRR, þ.e. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt með setningu reglugerðar um varfærniskröfur um starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.

Reglurnar mæla fyrir um nánari framkvæmd vegna útreiknings á eiginfjárgrunni, auk þess sem framkvæmd gagnaskila og upplýsingaskyldu er útskýrð ítarlega. Að lokum eru í tæknilegum stöðlum um útlánaáhættu og stórar áhættuskuldbindingar fyllri ákvæði um framkvæmd útreikninga vegna almennrar og sértækrar virðisrýrnunar og gegnsæisaðferðar m.t.t. heildarfjárhæðar stórra áhættuskuldbindinga.

Hér fyrir neðan má sjá hvar reglurnar er að finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins en þær eru vistaðar vef Stjórnartíðinda.

Reglur um tæknilega staðla vegna gagnaskila fjármálafyrirtækja
Reglur um tæknilega staðla varðandi upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja
Reglur um tæknilega staðla vegna eiginfjárgrunns
Reglur um tæknilega staðla vegna útlánaáhættu
Reglur um tæknilega staðla vegna stórra áhættuskuldbindinga

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica