Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út nýjar tæknistaðlareglur og reglur um útreikninga á vogunarhlutfalli fjármálafyrirtækja

29.11.2017

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út sjö nýjar reglur um útreikning á vogunarhlutfalli fjármálafyrirtækja og tæknilega staðla vegna: markaðsáhættu, notkunar á innri líkönum, vörpunar lánshæfismats við útreikning á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu, yfirfærðrar útlánaáhættu vegna verðbréfunar, gagnaskila fjármálafyrirtækja (breytingareglur) og upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja (breytingareglur).

Fjármálaeftirlitið  setur þessar reglur m.a. til að innleiða tæknilega framkvæmdarstaðla og eftirlitsstaðla Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar í íslenskan rétt. Um er að ræða reglur sem mæla fyrir um nánari framkvæmd vegna ýmissa efnisatriða CRR reglugerðarinnar, þ.e. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt með setningu reglugerðar um varfærniskröfur um starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.

Reglurnar er að finna á vef Stjórnartíðinda og vef Fjármálaeftirlitsins og bera þessi nöfn og númer:
Reglur nr. 959/2017 um útreikninga á vogunarhlutfalli fjármálafyrirtækja
Reglur nr. 960/2017 um tæknilega staðla varðandi yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar
Reglur nr. 961/2017 um tæknilega staðla vegna markaðsáhættu
Reglur nr. 962/2017 um tæknilega staðla vegna innri aðferða við útreikning á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja
Reglur nr. 963/2017 um tæknilega staðla um vörpun lánshæfismats við útreikning á eiginfjárkröfum á grundvelli staðalaðferðar og vegna verðbréfunar
Reglur nr. 964/2017 um breytingu á reglum um tæknilega staðla vegna gagnaskila fjármálafyrirtækja nr. 505/2017
Reglur nr. 965/2017 um breytingu á reglum um tæknilega staðla varðandi upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja nr. 506/2017

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica