Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út drög að reglum um ársreikninga lífeyrissjóða

15.12.2014

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 14/2014, sem inniheldur drög að reglum um ársreikninga lífeyrissjóða. Umræðuskjalið felur í sér tillögu að heildarendurskoðun á gildandi reglum um ársreikninga lífeyrissjóða.

Með þeim drögum að reglum sem eru að finna í umræðuskjalinu felast nokkrar veigamiklar breytingar á gildandi reglum um ársreikninga lífeyrissjóða, nr. 55/2000. Orðalag þeirra hefur verið uppfært og samræmt við lög um ársreikninga, nr. 3/2006. Þá hefur uppsetningu ársreikninga lífeyrissjóða, samkvæmt formi sem birt er í viðauka með gildandi reglum, verið breytt umtalsvert. Matsreglur breytast einnig. Samkvæmt umræðuskjalinu verða skuldabréf færð á gangvirði en að hluta til á afskrifuðu kostnaðarverði. Einnig er í umræðuskjalinu að finna ný ákvæði um gagnsæi vegna þóknana til starfsmanna og endurskoðenda lífeyrissjóða, svo og þóknana tengdum fjárfestingum sjóðanna.

Þess er óskað að athugasemdir vegna umræðuskjalsins verði sendar Fjármálaeftirlitinu ekki síðar en 23. janúar á nýju ári.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica