Fréttir


Endurbætur á Basel III regluverkinu samþykktar

8.12.2017

Yfirstjórn Basel nefndarinnar um bankaeftirlit hefur nú samþykkt endurbætur á Basel III alþjóðlega regluverkinu með breytingum sem samþykktar voru þann 7. desember sl. Endurbætur þessar hafa verið í vinnslu allt frá fjármálakrísunni árið 2008. Samþykktin á endurbótunum er talin mikilvægur áfangi til þess að stuðla að fjármálastöðugleika, bæta gagnsæi ásamt því að styrkja og auka tiltrú á alþjóðlega bankakerfinu.  

Endurbæturnar fela meðal annars í sér:

  •  Breytingar á mati á útlánaáhættu, bæði með staðalaðferð og innramatsaðferð
  • Breytingar á  staðalaðferð við mat á rekstraráhættu
  • Breytingar á útreikningi og kröfum vegna vogunarhlutfalls fyrir kerfislega mikilvæga alþjóðlega banka
  • Innleiðing á gólfi við mat á áhættuvegnum eignum með innramatsaðferð 

Breytingarnar, sem munu taka gildi á árunum frá 2022 til 2027, hafa aðallega áhrif á starfssemi stærri alþjóðlegra banka og munu því hafa takmörkuð áhrif á íslenska banka. Fyrirhugaðar breytingar á regluverkinu munu hvorki taka gildi né hafa áhrif á Íslandi fyrr en með samþykki á Evrópuvettvangi og gætu þær tekið einhverjum breytingum á þeim vettvangi.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um endurbæturnar á heimasíðu Basel nefndarinnar um bankaeftirlit hér: https://www.bis.org/press/p171207.htm.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica