Fréttir


EBA gefur út skýrslu vegna könnunar á innleiðingu og áhrifum IFRS 9 á bankastofnanir í Evrópu

11.11.2016

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur í fréttatilkynningu (opnast í nýjum vafraglugga) á heimasíðu sinni birt skýrslu vegna fyrstu könnunar á innleiðingu og áhrifum IFRS 9 á bankastofnanir í Evrópu. Skýrslan inniheldur niðurstöður bæði úr eigindlega og megindlega (qualitative and quantitative) hluta könnunarinnar ásamt upplýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir og verkefni EBA á þessu sviði.  Hérlendir viðskiptabankar tóku ekki þátt í könnuninni að þessu sinni en Fjármálaeftirlitið mun mælast til að þrír stærstu viðskiptabankarnir verði þátttakendur í framhaldskönnun EBA sem er við það að hefjast.

Þá er athygli vakin á því að Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði (ESMA) hefur í fréttatilkynningu (Opnast í nýjum vafraglugga) birt skýrslu sem inniheldur m.a. mikilvæg atriði sem horfa þarf til vegna innleiðingar á IFRS 9.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica