Fréttir


Drög að nýrri tilskipun um baráttu gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (AMLD)

10.3.2015

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB  (COREPER) samþykkti á fundi þann 4. febrúar 2015 samkomulag um styrkingu regluverks til að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkomulagið felur í sér tillögur að nýrri peningaþvættistilskipun. Í kjölfar fundarins samþykkti ráð Evrópusambandsins samkomulagið þann 10. febrúar 2015 og liggur það nú fyrir Evrópuþinginu  til samþykktar. Að því gefnu að þingið samþykki tillögurnar óbreyttar verður tilskipunin birt í stjórnartíðindum ESB og öðlast þar með gildi.  

Hinni nýju tilskipun er ætlað að koma í stað eldri tilskipunar um peningaþvætti nr. 2005/60/ESB og framkvæmdareglugerðar 2006/70/ESB og byggir að mestu á hinu eldra regluverki. Tillögurnar eru hluti af heildarpakka sem felur m.a. í sér tillögu að reglugerð um þær upplýsingar sem þurfa að fylgja greiðslumiðlun (e. funds transfer). Markmið tilskipunarinnar er að styrkja evrópskt regluverk er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Meginþættir tillagnanna fela í sér: 1) nýjar reglur um  uppsetningu skráningarkerfis um raunverulegt eignarhald, 2)  nýjar reglur  um áhættumat og 3) auknar kröfur til áreiðanleikakönnunar á viðskiptavinum.

Samkomulagið og yfirlýsinguna frá 10. febrúar síðastliðnum má finna hér:

http://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/02/150210-money-laundering-council-endorses-agreement-with-ep/

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica