Fréttir


Dreifibréf til vátryggingafélaganna vegna endurgjafar á ORSA ferli þeirra

22.12.2015

Fjármálaeftirlitið sendi, þann 22. desember 2015, dreifibréf til vátryggingafélaga þar sem teknar voru saman þær ábendingar sem komu almennt fram í endurgjöf til félaganna vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats þeirra (e. ORSA). Eigið áhættu- og gjaldþolsmat felst í því að vátryggingafélag leggi mat á eigin áhættur, hvernig eigi að bregðast við þeim og hvaða áhrif einstaka atburðir geta haft á gjaldþol félagsins. Var því beint til félaganna að taka ábendingarnar til athugunar við næsta eigið áhættu- og gjaldþolsmat, eftir því sem við á.

Dreifibréfið í heild sinni má finna hér .

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica