Fréttir


Breyting á álagningu dagsekta vegna reglubundinna gagnaskila

22.11.2017

Hinn 1. janúar 2018 verður breyting á framkvæmd Fjármálaeftirlitsins við álagningu dagsekta á eftirlitsskylda aðila vegna dráttar á reglubundnum gagnaskilum. Fjárhæðir dagsekta munu frá þeim tíma taka mið af stærð og fjárhagslegum styrkleika viðkomandi og nema frá 25.000 krónur til 100.000 krónum á dag.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti eftirlitsskyldum aðilum um hina breyttu framkvæmd með bréfi, dags. 16. nóvember 2017.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica