Fréttir


Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2015 er í dag

28.5.2015

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins er haldinn í sal A&B á Hilton Reykjavík Nordica í dag 28. maí og hefst fundurinn klukkan 15:00 síðdegis. Á fundinum er Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2015 kynnt.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ávarpar fundinn. Aðrir ræðumenn eru Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Til fundarins er meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.

Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2015

Ávarp Ástu Þórarinsdóttur, stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica