Fréttir


Aðgerðir Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til að hindra peningaþvætti

9.5.2019

Æðstu stjórnendur fjármálaeftirlita Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í gær í Stokkhólmi og komu sér saman um ráðstafanir til að auka samstarf ríkjanna í því skyni að hindra peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið átti ekki fulltrúa á fundinum að þessu sinni en tekur fullan þátt í samstarfinu og fylgdist með fundinum og þeim ákvörðunum sem þar voru teknar.

Fjármálaeftirlit ríkjanna komu sér saman um eftirfarandi á fundinum:

  • Skipaður verður varanlegur vinnuhópur með fulltrúum frá fjármálaeftirlitum allra ríkjanna: Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi og Svíþjóð. Hópurinn mun hittast reglulega og skiptast á upplýsingum með það að markmiði að ná betri árangri í að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Framvegis er stefnt að ríkari samvinnu og samhæfingu ríkjanna sem snýr að eftirliti með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
  • Skrifuð verður sameiginleg viljayfirlýsing sem formgerir áframhaldandi, langtíma samvinnu ríkjanna á þessu sviði.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica