Ákvarðanir og gagnsæi


Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, og 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

15.2.2010

Fjármálaeftirlitið vísaði þann 19. maí 2009 máli til embættis sérstaks saksóknara, sbr. 1. gr. laga nr. 135/2008 um embætti sérstaks saksóknara, vegna gruns um meint brot á 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki vegna gruns um refsiverða háttsemi stjórnenda fjármálafyrirtækis og meint tengd brot á 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti, vegna kaupa einkahlutafélags á skráðum hlutabréfum í fjármálafyrirtæki sem áttu sér stað í byrjun október 2008. Tímasetning viðskiptanna og óeðlilegar lánveitingar vegna viðskiptanna vöktu grunsemdir.

Tilkynning3-15.2.2010

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica