Ákvarðanir og gagnsæi


Framlenging á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

11.5.2010

Þann 13. maí 2009 var undanþágubeiðni Íslandsbanka hf. frá yfirtökuskyldu í Icelandair Group hf. lögð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins til ákvörðunar. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf. hefði náð óbeinum yfirráðum í Icelandair Group hf. í skilningi 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl) vegna stöðu sinnar sem lánardrottinn stórra hluthafa Icelandair Group hf., sem þá gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lánasamningum og Íslandsbanka hf. bæri að gera öðrum hluthöfum Icelandair Group hf. yfirtökutilboð. Fjármálaeftirlitið ákvað enn fremur að Íslandsbanka hf. skyldi veitt skilyrt undanþága frá tilboðsskyldunni skv. 5. mgr. 100 gr. vvl. til að fara með yfirráð yfir allt að 50% hlutafjár í Icelandair Group hf. en að mati Fjármálaeftirlitsins uppfyllti Íslandsbanki hf. þau skilyrði sem gera þyrfti til veðhafa væri slík undanþága veitt.

Framlenging11.5.2010

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica