Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstöður athugunar á tilteknum þáttum í aðgerðum Kortaþjónustunnar hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

9.9.2015

Í lok maí 2015 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Kortaþjónustunni. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum félagsins gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á tilkynningu um tilnefndan ábyrgðarmann, þjálfun starfsmanna, tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, innri reglur, verklag og ferla í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Niðurstöður lágu fyrir í september 2015 og byggja á upplýsingum og gögnum sem aflað var við athugunina og stöðunni eins og hún var á þeim tíma.
Gagnsaei---KORTA

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica