Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða úttektar á áhættustýringu nokkurra lífeyrissjóða

13.3.2015

Á fjórða ársfjórðungi 2014 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið athuganir á áhættustýringu tiltekinna lífeyrissjóða. Beindust athuganirnar að því að kanna hvernig áhættustýringu þeirra væri háttað og hvort hún samræmdist leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Tilmælin eru sett til leiðbeininga og nánari skýringa fyrir samtryggingadeildir lífeyrissjóða varðandi þær lágmarkskröfur sem lög og reglur kveða á um í tengslum við áhættustýringu samtryggingadeilda lífeyrissjóða án þess að um tæmandi skýringar séu að ræða.
Gagnsaei_lifeyrissjodir-13-3-2015

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica