Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á upplýsingakerfum Valitor hf.

29.11.2018

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á tilgreindum þáttum varðandi rekstur upplýsingakerfa og notkun upplýsingatækni hjá Valitor hf. í mars 2018. Markmið athugunarinnar var að leggja mat á viðbragðsáætlun félagsins og áætlun um samfelldan rekstur til að tryggja áframhaldandi starfsemi og takmörkun á tjóni ef alvarleg röskun verður á starfsemi þess, sbr. 2. mgr. 78 gr. g laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Athugunin beindist jafnframt að því að kanna hvort félagið starfaði í samræmi við leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014, um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila.
Gagnsaeistilkynning-Valitor-29112018

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica