Fréttir og tilkynningar

Fjármálaeftirlitið óskar eftir umsögnum um skilgreiningu á virkum markaði með hlutabréf - 8.10.2019

Sem lið í undirbúningi fyrir gildistöku MiFID II og MiFIR, sem er heildarlöggjöf fyrir viðskipti með fjármálagerninga, óskar Fjármálaeftirlitið eftir umsögnum um sérstaka heimild sem leyfir eftirlitsstjórnvöldum að velja hlutabréf allt að fimm skráðra félaga á sínum markaði til að fylgja sömu reglum og gilda um hlutabréf sem teljast hafa virkan markað óháð því hvort viðkomandi bréf uppfylla öll nauðsynleg skilyrði þar að lútandi. Í gær sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til valinna hagsmunaaðila en vill jafnframt gefa almenningi kost á að koma á framfæri sjónarmiðum um notkun á fyrrgreindri heimild. Hér fyrir neðan má nálgast umrætt dreifibréf þar sem finna má ítarlegri upplýsingar um málið.

Lesa meira

Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns - 7.10.2019

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Assured Guaranty (Europe) plc til Assured Guaranty (Europe) SA. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 2. október 2019 frá breska fjármálaeftirlitinu, Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

Fjármálaeftirlitið og fagfjárfestasjóðir - 3.10.2019

 Vegna umfjöllunar um fagfjárfestasjóði vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri. 

Fjármáleftirlitið hefur eftirlit með fagfjárfestasjóðum á grundvelli IV. kafla laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. 

Lesa meira

Niðurstaða könnunar- og matsferlis hjá Landsbankanum hf. - 2.10.2019

Fjármálaeftirlitið leggur mat á áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP) og með hvaða hætti fjármálafyrirtæki meðhöndlar þá í starfseminni, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem metin eru kerfislega mikilvæg fer slíkt mat fram árlega.

Lesa meiraLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica