Útgefið efni

Fréttir og tilkynningar

Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta líftryggingastofns - 15.7.2019

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta líftryggingastofns frá Legal and General Assurance Society Limited til ReAssure Limited. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 11. júlí 2019 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

Samkomulag um sátt vegna brota Eaton Vance Management á 1. mgr. 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti - 12.7.2019

Hinn 25. mars 2019 gerðu Fjármálaeftirlitið og Eaton Vance Management með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brota á 1. mgr. 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

Fjármálaeftirlitið hefur metið Monerium ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Monerium EMI ehf. - 8.7.2019

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Monerium ehf., sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Monerium EMI ehf. sem fari yfir 50%, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 17/2013 um útgáfu og meðferð rafeyris, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

Uppfærsla gagnalíkans skuldbindingaskrár – útgáfa 2.0 og kynningarfundur - 5.7.2019

Fjármálaeftirlitið hefur birt uppfært gagnalíkan skuldbindingaskrár – útgáfu 2.0, sem tekur gildi 1. október næstkomandi. Fyrstu skil samkvæmt útgáfu 2.0 verða 20.11. miðað við uppgjörsdag 31.10.2019. Nánar er fjallað um skuldbindingaskrána á vef Fjármálaeftirlitsins: https://www.fme.is/thjonustugatt/rafraen-skil/skuldbindingaskra/

Lesa meiraLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica