Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn annan fund á árinu 2018 þriðjudaginn 20. mars og framhaldsfund 13. apríl.
Lesa meiraFjármálaeftirlitið hóf athugun á ferli fjárfestingar Frjálsa lífeyrissjóðsins í Sameinuðu sílikoni hf. síðastliðið haust, en lífeyrissjóðurinn útvistar starfsemi sinni að öllu leyti til Arion banka hf. Ítarleg upplýsinga- og gagnaöflun fór fram af hálfu stofnunarinnar í því skyni að varpa ljósi á fjárfestingarferlið og þær ákvarðanir sem sjóðurinn tók í tengslum við fjárfestingu í félaginu. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í mars 2018.
Lesa meiraFinancial Action Task Force (FATF) sem er alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, birti í dag skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi. Helstu niðurstöður skýrslunnar hafa verið birtar á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar kemur fram að stjórnvöld hafa þegar hafið vinnu sem miðar að því að bregðast við athugasemdunum með því að greina hvaða breytingar þarf að ráðast í og útbúa aðgerðaráætlun.
Lesa meiraHinn 13.2.2018 gerðu Fjármálaeftirlitið og Origo hf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.
Lesa meira