Útgefið efni

Fréttir og tilkynningar

Skýrslugjöf um viðskipti með fjármálagerninga - TRSII tekur við af TRSI - 27.4.2017

Fjármálaeftirlitið mun taka í notkun nýtt kerfi um áramótin 2017-2018 til að taka á móti tilkynningum um viðskipti með fjármálagerninga, svokallað TRS II kerfi. TRS II kerfið verður tekið í notkun 3.janúar 2018 og er kerfið hluti af innleiðingu nýs regluverks á verðbréfamarkaði.

Lesa meira

Tilkynning um áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og óbreyttan sveiflujöfnunarauka - 26.4.2017

Hinn 26. apríl 2017 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 10. apríl 2017.

Lesa meira

Niðurstaða athugunar á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Gildi lífeyrissjóði og Lífeyrissjóði verzlunarmanna - 26.4.2017

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Gildi lífeyrissjóði og Lífeyrissjóði verzlunarmanna í janúar 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort innheimta sjóðanna sé í samræmi við góða innheimtuhætti líkt og kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og hvort innheimtuviðvaranir sjóðanna séu í samræmi við 7. gr. sömu laga. Athugunin beindist að upplýsingum um fyrstu fimm innheimtumál sem stofnuð voru í byrjun hvers ársfjórðungs, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október 2016, hjá hvorum lífeyrissjóði. Verkferlar sjóðanna voru skoðaðir, ásamt gjaldskrám þeirra. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í mars 2017 að undangengnum samskiptum við hluteigandi lífeyrissjóð hverju sinni.

Lesa meira

Dreifibréf til fjármálafyrirtækja vegna væntanlegra laga um skortsölu fjármálagerninga og tiltekna þætti skuldatrygginga - 19.4.2017

Fjármálaeftirlitið sendi í dag fjármálafyrirtækjum dreifibréf þar sem bent var á að frumvarp til laga um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga hefur verið lagt fram á Alþingi. Eins og segir í dreifibréfinu er með framlagningu frumvarpsins stefnt að því að reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga nr. 236/2012 verði innleidd í íslensk lög og samkvæmt frumvarpinu munu lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Lesa meiraLanguage


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica