Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 4/2011
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða] - [Ekki í gildi]
Dagsetning 12/12/2011
Starfsemi
  • Lífeyrissjóðir
Reifun

Með fullnægjandi áhættustýringu og innra eftirliti hjá lífeyrissjóðum aukast líkur á að starfsemi og tryggingafræðileg staða þeirra sé í ásættanlegu horfi með hliðsjón af hagsmunum sjóðfélaga. Á þetta bæði við um sjóði með og án ábyrgðar launagreiðenda. Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að stuðla að styrkingu á þessum þáttum í starfsemi lífeyrissjóða með útgáfu leiðbeinandi tilmæla.

Eftirfarandi leiðbeinandi tilmæli varða heildar áhættustýringu (eftirlitskerfi) fyrir samtryggingadeildir lífeyrissjóða. Taka þarf tillit til stærðar hvers sjóðs, mannafla og einkennum við mat á hæfilegu umfangi áhættustýringar. Í tilmælunum er lögð áhersla á ábyrgð og skyldur stjórna og framkvæmdastjóra lífeyrissjóða.

Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skal stjórn lífeyrissjóðs móta fjárfestingastefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Einnig er kveðið á í reglugerð nr. 916/2009, um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða, að stjórnin skuli setja sér markmið og viðmið um ávöxtun og áhættu. Samkvæmt framansögðu ber lífeyrissjóðum lagaleg skylda til að koma upp virkri áhættustýringu auk þess sem almenn viðskipta- og neytendasjónarmið kalla á hana.

Tilmæli þessi hafa verið leyst af hólmi með leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2011_4.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica