Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 2/2013
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignarsparnaðar - [Ekki í gildi]
Dagsetning 9/1/2013
Starfsemi
  • Vörsluaðilar lífeyrissparnaðar
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu vörsluaðila séreignarsparnaðar. Tilmælin eru sett til leiðbeiningar og nánari skýringar fyrir vörsluaðila séreignarsparnaðar, sbr. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, varðandi þær lágmarkskröfur sem lög og reglur kveða á um í tengslum við áhættustýringu eftirlitsskyldra aðila. Ekki er þó um tæmandi skýringar að ræða. Markmið tilmælanna er að samræma þær kröfur sem gerðar eru til vörsluaðila séreignarsparnaðar varðandi heildar áhættustýringu (eftirlitskerfi) þeirra. Þau eru byggð á grunni tilmæla nr. 4/2011 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að stuðla að styrkingu á þessum þáttum í starfsemi vörsluaðila með útgáfu leiðbeinandi tilmæla þar sem lögð er áhersla á ábyrgð og skyldur stjórna og ábyrgðaraðila vörsluaðila séreignarsparnaðar. Með fullnægjandi áhættustýringu og innra eftirliti hjá vörsluaðilum séreignarsparnaðar aukast líkur á að starfsemi og varsla eigna sé í ásættanlegu horfi með hliðsjón af hagsmunum rétthafa. Taka þarf tillit til stærðar hvers vörsluaðila, mannafla og einkenna við mat á hæfilegu umfangi áhættustýringar (e. proportionality) vörsluaðila. Áhætta er skilgreind sem öll þau atvik sem auka marktækt líkurnar á því að réttindi/eignir rétthafa skerðist til skemmri eða lengri tíma.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli-2013_2-ekki-i-gildi.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica